Fara í efni

Vindmyllugarður á Fljótsdalsheiði

Málsnúmer 202201159

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 45. fundur - 02.02.2022

Formaður ráðsins greinir frá niðurstöðum forsamráðsfundar sem Skipulagsstofnun kallaði til að beiðni Zephyr Iceland ehf. vegna áforma fyrirtækisins um vindorkugarð í landi Klaustursels á Jökuldal. Skipulagsfulltrúi og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs sátu fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. Fram kom að fyrirtækið hefur hafið vinnu við mat á umhverfisáhrifum verkefnisins og hyggst leggja drög að matsáætlun fyrir Skipulagsstofnun á næstu vikum. Fulltrúar sveitarfélagsins gerðu á fundinum grein fyrir stöðu skipulagsmála á svæðinu og yfirstandandi vinnu við greiningu vindorkukosta innan sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?