Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaheimild, lagnir, hafnasvæði Djúpavogs

Málsnúmer 202111084

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 39. fundur - 24.11.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Búlandstindi ehf. þar sem óskað er eftir heimild til lagnaframkvæmda frá starfsstöð fyrirtækisins á hafnarsvæði Djúpavogshafnar að starfsstöð fyrirtækisins í Innri-Gleðivík.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir því við HEF veitur að skoða hvort hægt er að vinna að þessum framkvæmdum samhliða áformum um endurbætur á fráveitukerfinu á Djúpavogi, kanna möguleg samlegðaráhrif og draga þannig úr raski og áhrifum á umhverfið. Jafnframt samþykkir ráðið að taka tillit til þessara áforma í breytingartillögu á aðalskipulagi Djúpavogs vegna fyrirhugaðra fráveituframkvæmda eftir því sem tilefni er til.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?