Fara í efni

Samfélagslegt gróðurhús á Egilsstöðum

Málsnúmer 202105002

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 22. fundur - 18.05.2021

Fyrir lá til kynningar hugmynd Kristínar Amalíu Atladóttur að samfélagsgróðurhúsi á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar fyrir fyrirliggjandi kynningu á samfélagsgróðurhúsi á Egilsstöðum og vísar þeirri hugmynd er þar kemur fram til umhverfis- og framkvæmdarráðs til frekari skoðunar í tengslum við endurskoðun deiliskipulags á umræddu svæði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 23. fundur - 26.05.2021

Fyrir ráðinu liggur erindi frá Kristínu Amalíu Atladóttur þar sem hún kynnir hugmyndir að samfélagsgróðurhúsi á Egilsstöðum.
Málið var áður tekið fyrir á fundi byggðaráðs sem vísaði því til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráði í tengslum við endurskoðun deiliskipulags á umræddu svæði.

Frestað.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 24. fundur - 02.06.2021

Fyrir ráðinu liggur erindi frá Kristínu Amalíu Atladóttur þar sem hún kynnir hugmyndir að samfélagsgróðurhúsi á Egilsstöðum. Málið var áður tekið fyrir á fundi byggðaráðs sem vísaði því til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráði í tengslum við endurskoðun deiliskipulags á umræddu svæði.

Eftirfarandi bókun lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar erindið. Umrædd bygging er í notkun sem stendur, bæði af sveitarfélaginu og Heilbrigðisstofnun Austurlands. Ráðið hvetur Kristínu til að vinna áfram að stofnun félagasamtaka um verkefnið og vera í framhaldi í samtali við sveitarfélagið um útfærslur og staðsetningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?