Fara í efni

Frágangur við Furuvelli annars vegar og lóðar Íþróttamiðstöðvar

Málsnúmer 202104218

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 20. fundur - 28.04.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Brodda Bjarnasyni, íbúa við Furuvelli 1 á Egilsstöðum, er varðar umhverfisfrágang á lóð íþróttamiðstöðvarinnar. Framkvæmda- og umhverfismálastjóri upplýsti um fyrirhugaðar framkvæmdir á og við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.
Ekki er gert ráð fyrir framkvæmdum við planið í sumar, stefnt er að því að vinna að hönnun svæðisins sem fyrst þar sem tekið verður tillit til sem flestra þátta er varða notendur hússins og umferðaröryggis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar erindið og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að svara því.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Múlaþings - 5. fundur - 03.05.2021

Fram fóru umræður um mál nr 202104218, Frágangur við Furuvelli annars vegar og lóðar Íþróttamiðstöðvar. Ungmennaráð krefst svara frá umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings við eftirfarandi spurningum:

Hvenær er gert ráð fyrir því að hönnun svæðisins verði lokið?
Hyggst sveitarstjórn gera ráð fyrir nægum fjármunum í fjárhagsáætlun næsta árs til þess að klára framkvæmdir árið 2022? Ef svo er ekki, hvenær má gera ráð fyrir því að svæðið verði tilbúið?

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 23. fundur - 26.05.2021

Fyrir ráðinu liggur bókun frá 5. fundi ungmennaráðs Múlaþings sem byggir á erindi Brodda Bjarnasonar sem tekið var fyrir á fundi 20. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs. Ungmennaráð spyr eftir því hvenær hönnun svæðisins verði lokið og hvenær stefnt sé að því að ljúka framkvæmdum þar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð svarar fyrirspurnum ungmennaráðs svo:
A) Hönnun svæðisins verður ekki lokið fyrir en fyrir liggja fjárheimildir til verksins í fjárhagsáætlun.
B) Samkvæmt gildandi langtímaáætlun er gert ráð fyrir fjármunum í verkefnið árið 2023. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2022 verður tekið til skoðunar hvort flýta megi framkvæmdum og ráðast í þær á næsta ári. Niðurstöðu um það er að vænta við afgreiðslu fjárhagsáætlunar sem liggja mun fyrir undir lok þessa árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 9. fundur - 31.05.2021

Fyrir liggur bréf frá Brodda Bjarnasyndi, dagsett 27.5.2021, til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs þar sem óskað er eftir svörum heimastjórnar um það hvort uppi séu áform um breytingar á fyrirliggjandi deiliskipulagi fyrir svæðið.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs hefur ekki fjallað um eða hefur áform um að gera breytingar á deiliskipulagi svæðisins en er kunnugð um að endanleg lóðarhönnun hefur ekki farið fram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?