Fara í efni

Birting hreindýrakvóta fyrir 2021

Málsnúmer 202102070

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 8. fundur - 10.02.2021

Fyrir lá erindi frá Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn Múlaþings kanni hjá umhverfis- og auðlindaráðuneyti hvað valdi töfum á birtingu hreindýrakvóta fyrir veiðiárið 2021.

Til máls tóku: Gauti Jóhannesson, Þröstur Jónsson og Jódís Skúladóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að koma framkomnum athugasemdum Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum á framfæri við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og óska eftir skýringum á því hvað hafi valdið töfum á birtingu hreindýrakvóta fyrir veiðiárið 2021.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd