Fara í efni

Menningarstyrkir Múlaþings 2021

Málsnúmer 202012076

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 7. fundur - 15.12.2020

Fyrir lá samantekt atvinnu- og menningarmálastjóra varðandi það hvernig staðið hefur verið að veitingu menningarstyrkja í sveitarfélögunum fjórum er nú hafa sameinast í Múlaþing. Einnig fylgdu samantektinni drög að reglum varðandi úthlutun menningarstyrkja Múlaþings, sem og drög að auglýsingu varðandi styrkumsóknir vegna ársins 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um úthlutun menningarstyrkja Múlaþings og felur atvinnu- og menningarmálastjóra að auglýsa eftir styrkumsóknum vegna ársins 2021.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 10. fundur - 26.01.2021

Fyrir lágu tillögur að úthlutun menningarstyrkja, samtals að fjárhæð um 5,1 millj.kr., á grundvelli umsókna og þar að auki tillaga að samningum um styrki til verkefna er starfrækt hafa verið um árabil og sannað hafa gildi sitt, samtals að fjárhæð 4 millj.kr. Inn á fundin mættu undir þessum lið Aðalheiður Borgþórsdóttir og Jónína Brá Árnadóttir og gerðu grein fyrir þeirri vinnu er unnin hefur verið varðandi undirbúning til afgreiðslu þessara mála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir framlagðar tillögur að úthlutun menningarstyrkja, en felur starfsmönnum ásamt sveitarstjóra að vinna áfram að hugmyndum varðandi samninga til lengri tíma m.a. samhliða vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árin 2022 til 2025.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 12. fundur - 16.02.2021

Fyrir lágu tillögur frá starfsmönnum stjórnsýslu og fjármálasviðs að úthlutun skyndistyrkja til sex menningarverkefna í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþing samþykkir úthlutun styrkja til eftirtalinna verkefna sem skulu færast á deild 05890:
.
Hnikun, Sumarsýning MMF 2021 300.000 kr.
.
Vindens Vorspiel, Forleikur vindanna 200.000 kr.
.
Þjóðleikur 2021 500.000 kr.
.
Torvald Gjerde, Tónlistarstundir 200.000 kr.
.
Kirkjukór Egilsstaðakirkju, Vortónleikar 100.000 kr.
.
Rótarýklúbbur Héraðsbúa, Jón lærði 100.000 kr.

Samtals 1.400.000 kr.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 18. fundur - 20.04.2021

Fyrir lá tillaga frá verkefnastjóra menningarmála Múlaþings um úthlutanir skyndistyrkja alls að fjárhæð 450.000,- kr. Fram kom að umræddar styrkveitingar rúmast innan samþykktar fjárhagsáætlunar Múlaþings fyrir árið 2021 varðandi framlög til menningarverkefna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu verkefnastjóra menningarmála Múlaþings samþykkir byggðaráð Múlaþings að styrkir verði veittir til eftirtalinna menningarverkefna:

Leikfélag Fljótsalshéraðs - Haustsýning: 300.000,-kr
Ásgeir Þorvaldsson - Sýning á Kjarval og Dyrfjöllin: 50.000,- kr.
Erla Dóra Vogler - Drepfyndið Eyrnakonfekt: 100.000,- kr.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 34. fundur - 05.10.2021

Fyrir lágu drög að samningum við bæði List í ljósi og Lunga hátíðina fyrir árin 2022 og 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að samningum vegna List í ljósi, ljósahátíðar á Seyðisfirði, og LungA Listahátíðar ungs fólks, enda rúmist þeir innan fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?