Fara í efni

Innviðir raforku-afhendingar í Múlaþingi

Málsnúmer 202011200

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 6. fundur - 01.12.2020

Fyrir lá erindi frá Þresti Jónssyni varðandi atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu með áherslu á að fá skýra mynd af stöðu dreifikerfis Landsnets í sveitarfélaginu. Áhersla er á það lögð að fá fulltrúa Landsnets til fundar með byggðaráði til að fara yfir stöðu mála og framtíðaráform varðandi uppbyggingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að boða fulltrúa Landsnets og Rarik til fundar með Byggðaráði hið fyrsta og sveitarstjóra falið að koma slíkum fundi á.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 7. fundur - 15.12.2020

Inn á fundinn mættu fulltrúar Rarik og Landsnets, þeir Tryggvi Þór Haraldsson og Guðmundur Ingi Ásmundsson, og fóru yfir stöðu mála og svöruðu fyrirspurnum fulltrúa í byggðaráði og starfsmanna.
Getum við bætt efni þessarar síðu?