Fara í efni

Sundhöll Seyðisfjarðar - endurbætur

Málsnúmer 202010568

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 9. fundur - 20.01.2021

Fyrir ráðinu liggja drög að að aðaluppdráttum ásamt kostnaðaráætlun fyrir endurbætur á Sundhöllinni á Seyðisfirði. Yfirmaður eignasjóðs og Böðvar Bjarnason hjá Eflu kynntu fyrirliggjandi hugmyndir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi verkáætlun um endurbætur á Sundhöllinni á Seyðisfirði. Framkvæmdir hefjist á árinu við fyrsta áfanga (varmadæla, útipottur og lagfæring á skyggni) og gert verði ráð fyrir verkefninu við gerð næstu fjárhagsáætlana.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Gestir

  • Böðvar Bjarnason
Getum við bætt efni þessarar síðu?