- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings beinir því til Alþingis, ríkisstjórnar og Vegagerðarinnar, að þörf er á verulegum samgöngubótum innan þessa nýja og víðfeðma sveitarfélags.
Sveitarstjórn leggur því þunga áherslu á að staðið verði við þau fyrirheit sem gefin voru í tengslum við sameiningu sveitarfélaganna fjögurra og að tenging byggðakjarna innan sveitarfélagsins, með bundnu slitlagi á Borgarfjarðarvegi, heilsársvegi yfir Öxi og jarðgöngum undir Fjarðarheiði verði hraðað eins og kostur er og hvergi seinkað frá því sem nú liggur fyrir í gildandi samgönguáætlun og þeim áætlunum um flýtingu framkvæmda sem þegar liggja fyrir.
Jafnframt hvetur sveitarstjórn Vegagerðina sérstaklega til að huga að lagningu bundins slitlags á hina víðfeðmu tengivegi sveitarfélagsins og að viðhaldi og viðgerðum á vegum innan þess verði sinnt svo sem vera ber.
Einnig bendir sveitarstjórn á að rík þörf er á að endurnýja veginn um Efra-Jökuldal og huga að hringtengingu þar inn úr, í ljósi aukins ferðamannastraums um svæðið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.