Álagningarhlutföll fasteignaskatts 2024
- Álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði A flokkur 0,475%.
- Álagningarhlutfall fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði C flokkur 1,65%.
- Álagningarhlutfall fasteignaskatts á opinbert húsnæði B flokkur 1,32%.
- Lóðaleiga 0,75% af lóðamati
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði 9 talsins og fyrsti gjalddagi verði 1. febrúar 2024 og síðasti 1. október 2024.
Heimild til lækkunar fasteignaskatts hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum 2024
- Hámark afsláttar verði 130.748 kr.
Viðmiðunartölur tekna hjá einstaklingi verði:
- Lágmark 5.025.500 kr.
- Hámark 6.533.150 kr.
Viðmiðunartölur tekna hjá hjónum verði:
- Lágmark 7.067.158 kr
- Hámark 8.953.098 kr.
Álagningarhlutföll holræsagjalda af fasteignamati húss og lóðar
- Álagningarhlutfall holræsagjalds á íbúðarhúsnæði 0,31%.
- Álagningarhlutfall holræsagjalds á atvinnuhúsnæði 0,31%.
- Álagningarhlutfall holræsagjalds á opinbert húsnæði 0,31%.
- Gjaldskrá annarra tengdra gjalda fráveitu hækka til samræmis við breytingu á byggingarvísitölu.
Rotþróargjöld
Rotþróagjöld verði kr. 22.700 á ári fyrir rotþró ≤6.0m3.
- Fyrir stærri rotþrær en 6.0m3 verði rotþróargjald kr. 5.600 á ári fyrir hvern rúmmetra þróar.
- Önnur gjöld fylgja byggingarvísitölu, sbr. 4. mgr. 7. gr og verða uppfærð skv. venju.
Miðað er við að álagningarhlutföll vatnsgjalda verði eftirfarandi
- Vatnsgjald pr. ferm. í húsnæði 299 kr. auk 10.511 kr. fastagjalds.
- Árlegt vatnsgjald af sumarhúsum/frístundahúsum skal þó að lágmarki vera 35.000 kr.
Árlegt þjónustugjald vegna meðhöndlunar og förgunar úrgangs í Múlaþingi, til að standa undir kostnaði, skal innheimt með fasteignagjöldum. Gjöldin eru sem hér segir:
Sorpgjöld
Árlegt þjónustugjald vegna meðhöndlunar og förgunar úrgangs í Múlaþingi, til að standa undir kostnaði, skal innheimt með fasteignagjöldum. Gjöldin eru sem hér segir:
1. Á hverja íbúð í þéttbýli og á lögbýli, eða íbúðarhús utan þéttbýlis, greiðist þjónustugjald:
Söfnunargjald | kr. 36.000 |
Förgunargjald | kr. 15.400 |
Samtals: | kr. 51.400 |
Íbúar á Borgarfirði eystri fá 25% afslátt og eina rúllu af ruslapokum ár hvert.
2. Á hvert frístundahús greiðist 30% þjónustugjald af fullu gjaldi skv. lið A, enda geti notendur þeirra losað sig við úrgang á gámasvæðum á vegum sveitarfélagsins í gegnum klippikort sem þeir geta fengið afhent á skrifstofum Múlaþings.
Á hvert frístundahús sem er innan sumarhúsahverfis með yfir 20 sumarhúsum greiðist þjónustugjald sem nemur 60% af fullu gjaldi enda verður gámasvæði við hverfið frá fyrstu skipulögðu losun eftir 1. maí til síðustu skipulögðu losunar fyrir 30. september sbr. 7. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 803/2023 um meðhöndlun úrgangs.
3. Óski greiðendur eftir fleiri ílátum skal greiða árlega fyrir þau skv. neðangreindu:
Blandaður úrgangur 240 l | kr. 28.800 |
Matarleifar 140 l | kr. 10.000 |
Pappír og pappi 240 l | kr. 10.000 |
Plastumbúðir 240 l | kr. 10.000 |