Fara í efni

Yfirlit frétta

Tölvugerð mynd af gangamunna Seyðisfjarðarmegin.

Mynd fengin af heimasíðu Veðurstofu Íslands.
19.06.22 Fréttir

Kynning á umhverfismatsskýrslu Fjarðarheiðarganga

Vegagerðin verður með opið hús í tengslum við kynningartíma umhverfismatsskýrslu Fjarðarheiðarganga. Opnu húsin verða á eftirfarandi stöðum: Félagsheimilinu Herðubreið, Seyðisfirði, 21. júní frá klukkan 14 til 18 og í Egilsstaðaskóla 22. júní frá klukkan 14 til 18. Umhverfismatsskýrsla Fjarðarheiðarganga er nú í kynningu hjá Skipulagsstofnun. Öllum er velkomið að senda inn umsagnir um umhverfismatið og er frestur til þess til 5. júlí 2022. Umsagnir skulu berast til Skipulagsstofnunar.
Fjarðarheiðargöng: Opin hús
16.06.22 Fréttir

Fjarðarheiðargöng: Opin hús

Vegagerðin verður með opin hús á Seyðisfirði 21. júní og Egilsstöðum 22. júní.
Perlur úr kumli þar sem kona var grafin.
16.06.22 Fréttir

Frá kumlum til stríðsminja: Umfangsmikil fornleifarannsókn í Firði – leiðsögn og fyrirlestur

Fornleifafræðingar verða með leiðsögn við uppgröftinn í hverri viku og hefst leiðsögnin 16. júní klukkan 14 og verður eftir það á sama tíma á hverjum föstudegi. Einnig flytur Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur og stjórnandi fyrirlestur um fornleifarannsóknina fyrir bæjarbúa og aðra sem áhuga hafa. Fyrirlesturinn verður haldinn í Herðubreið þann 28. júní klukkan 17:30.
Fyrsti fundur nýrrar sveitastjórnar
15.06.22 Fréttir

Fyrsti fundur nýrrar sveitastjórnar

Þann 3. júní 2022 kom nýkjörin sveitastjórn Múlaþings saman í fyrsta skipti. Næsti fundur sveitastjórnar verður fimmtudaginn 29. Júní kl. 14:00.
17. júní í Múlaþingi - uppfært
15.06.22 Fréttir

17. júní í Múlaþingi - uppfært

Uppfært. Dagskrá þjóðhátíðardagsins í Múlaþingi er fjölbreytt og skemmtileg.
360° Sýndarferðalag komið í loftið
14.06.22 Fréttir

360° Sýndarferðalag komið í loftið

Vefurinn gefur fólki tækifæri á að skoða sveitafélögin Múlaþing og Fljótsdalshrepp með 360° útsýni og lesa sér til um vissa áningarstaði, kynna sér gönguleiðir og helstu þjónustu.
Vatnslaust á Seyðisfirði - Uppfært
10.06.22 Fréttir

Vatnslaust á Seyðisfirði - Uppfært

Í morgun rofnaði þrýstirör að neðstu vatnsaflsvirkjuninni í Fjarðará á Seyðisfirði. Svo óheppilega vill til að nærri rofinu liggur aðveiturör vatnsveitunnar, sem fór í sundur. Því er bærinn allur vatnslaus. Viðgerð er lokið.
Sjö nýir staðbundnir leiðarvísar fyrir ferðafólk
09.06.22 Fréttir

Sjö nýir staðbundnir leiðarvísar fyrir ferðafólk

Sífellt fleiri skemmtiferðarskip koma til Íslands. Mikilvægt er að vera í góðu samtali við bæjarbúa og gerðir hafa verið sjö nýir leiðarvísar í samvinnu við heimamenn.
Ræsting á stofnunum hjá Múlaþingi 2022-2025
08.06.22 Fréttir

Ræsting á stofnunum hjá Múlaþingi 2022-2025

Múlaþing óskar eftir tilboðum í ræstingu á fjórum stofnunum, leikskólum Egilsstaða og Fellabæjar og bæjarskrifstofu á Egilsstöðum. Gólffleetir eru samtals um 2.900 m2. Samningstími er 1. september 2022 til 31. ágúst 2025 með heimild til framlengingar; samtals 2 ár.
Ljósmynd Jessica Auer.
07.06.22 Fréttir

Sjómannadagur í Múlaþingi

Múlaþing óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn. Smellið á lesa meira til að sjá dagskrá.
Getum við bætt efni þessarar síðu?