Þann 3. júní 2022 kom nýkjörin sveitastjórn Múlaþings saman í fyrsta skipti.
Jónína Brynjólfsdóttir (B-lista) var kosin forseti sveitastjórnar samhljóma með handauppréttingum.
Því næst var kosið í stjórnir, ráð og nefndir. Á fundinum var ráðningarsamningur sveitastjóra samþykktur. Björn Ingimarsson mun sinna starfinu áfram.
Næsti fundur sveitastjórnar verður fimmtudaginn 29. Júní kl. 14:00 og fer hann fram í fundarsal á skrifstofu sveitarfélagsins á Egilsstöðum. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu af heimasíðu sveitarfélagsins eða á YouTube síðu sveitastjórnar Múlaþings en upptökur af fundum sveitarstjórnar eru jafnframt aðgengilegar á sama stað.
Fyrir áhugasama er hægt að nálgast fundargerðina á heimasíðu sveitafélagsins.