Fara í efni

Yfirlit frétta

Úthlutun úr Snorrasjóði
02.01.23 Fréttir

Úthlutun úr Snorrasjóði

Síðastliðinn fimmtudag fór fram úthlutun úr Snorrasjóði og er þetta í fjórða sinn sem styrkur er veittur úr sjóðnum. Snorrasjóður var stofnaður árið 2019 af frumkvæði Gunnþóru Gísladóttur frá Papey til minningar um Snorra Gíslason bróður sinn og tilgangur sjóðsins er að styrkja ungt fólk úr Djúpavogshreppi til náms.
Brennur og flugeldasýningar á Gamlárskvöld
27.12.22 Fréttir

Brennur og flugeldasýningar á Gamlárskvöld

Múlaþing óskar íbúum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Múlaþing, í samstarfi við Björgunarsveitir og íþróttafélögin Neista og Huginn, stendur að brennum og flugeldasýningum í öllum kjörnum Múlaþings og hér má sjá tímasetningar.
Jóla- og nýárskveðjur frá Múlaþingi
23.12.22 Fréttir

Jóla- og nýárskveðjur frá Múlaþingi

Sendum íbúum Austurlands og landsins alls hugheilar jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir ánægjuleg samskipti á líðandi ári.
Opnunartími skrifstofa um jól og áramót
21.12.22 Fréttir

Opnunartími skrifstofa um jól og áramót

Skrifstofur Múlaþings verða lokaðar föstudaginn 23. desember og til og með 26. desember. Skrifstofurnar verða opnar eftir jólin frá 27. til og með 30. desember á hefðbundnum opnunartíma þeirra.
Aukafundur sveitarstjórnar 21. desember
19.12.22 Fréttir

Aukafundur sveitarstjórnar 21. desember

Aukafundur sveitarstjórnar Múlaþings nr. 31 verður haldinn miðvikudaginn 21. desember 2022 klukkan 14:00.
Breytingar á sorphirðu á nýju ári
16.12.22 Fréttir

Breytingar á sorphirðu á nýju ári

Krafan um aukna sjálfbærni og bætta meðhöndlun úrgangs hefur aukist umtalsvert undanfarin ár. Í kjölfar þess voru umfangsmiklar lagabreytingar samþykktar á Alþingi í júní 2021 sem munu ganga í gildi þann 1. janúar 2023. Tilgangurinn með breyttum lögum er að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis svo stuðla megi að sjálfbærri auðlindanotkun og draga úr myndun úrgangs. Rík áhersla er lögð á endurvinnslu og endurnotkun hverskonar og sem besta flokkun úrgangs.
Líf og fjör á Minjasafni Austurlands í desember
16.12.22 Fréttir

Líf og fjör á Minjasafni Austurlands í desember

Það hefur verið líf og fjör á Minjasafni Austurlands í desember en yfir 220 grunnskólanemendur hafa heimsótt safnið undanfarna daga í skipulögðum jólaheimsóknum. Flestir hafa nemendurnir verið af yngsta stigi og var þeim boðið upp á fræðslu um jólasveinana þrettán með áherslu á þá gripi og athafnir sem þeir draga nöfn sín af eða höfðu sérstakan áhuga á samkvæmt jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum.
Minningardagur um skriðuföllin á Seyðisfirði
15.12.22 Fréttir

Minningardagur um skriðuföllin á Seyðisfirði

Þann 18. desember næstkomandi verður hið einstaka tré tendrað með kertum og ljóskerum
Ráðning í starf fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði
13.12.22 Fréttir

Ráðning í starf fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði

Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Dagnýju Erlu Ómarsdóttur varðandi ráðningu í starf fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði sem hefur meðal annars það hlutverk að undirbúa fundi heimastjórnar.
Sveitarstjórnarfundur 14. desember
12.12.22 Fréttir

Sveitarstjórnarfundur 14. desember

Næsti fundur sveitarstjórnar Múlaþings nr. 30 verður haldinn miðvikudaginn 14. desember 2022 klukkan 14:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu, þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Getum við bætt efni þessarar síðu?