Fara í efni

Yfirlit frétta

Opið fyrir umsóknir vegna menningarstyrkja Múlaþings
09.11.22 Fréttir

Opið fyrir umsóknir vegna menningarstyrkja Múlaþings

Byggðarráð Múlaþings auglýsir til umsóknar styrki til menningarstarfs á árinu 2023 með umsóknarfresti til og með 13. desember 2022. Múlaþing veitir menningarstyrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar liststarfsemi, viðburða eða verkefna. Umsækjendur skulu tengjast Múlaþingi með búsetu, með því að viðburðurinn fari fram í Múlaþingi eða feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Múlaþings.
Úrkoma í norðurhluta Austfjarða
09.11.22 Fréttir

Úrkoma í norðurhluta Austfjarða

Spáð er skammvinnri en ákafri úrkomu á norðurhluta Austfjarða í kvöld, þar sem búast má við allt að 50 mm úrkomu í byggð. Úrkomuákefðin verður mest um 4-6 mm á láglendi og hiti á bilinu 0-5° C og því má búast við því að það rigni á láglendi en snjói til fjalla. Fram að helgi má svo búast við áframhaldandi rigningu en ekki er spáð mikilli ákefð og því gæti uppsöfnuð úrkoma á næstu dögum farið upp undir 100 mm.
Smásagnagerð með Bergrúnu Írisi á bókasöfnum Múlaþings
07.11.22 Fréttir

Smásagnagerð með Bergrúnu Írisi á bókasöfnum Múlaþings

Bergrún Íris er margverðlaunaður barnabókahöfundur og mun hún kenna börnunum undirstöðuatriðin í smásagnagerð.
Sveitarstjórnarfundur 9. nóvember
07.11.22 Fréttir

Sveitarstjórnarfundur 9. nóvember

Næsti fundur sveitarstjórnar Múlaþings nr. 29 verður haldinn miðvikudaginn 9. nóvember 2022 klukkan 14:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu, þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Jólablað Bóndavörðunnar í undirbúningi
28.10.22 Fréttir

Jólablað Bóndavörðunnar í undirbúningi

Stefnt er á útgáfu jólablaðs Bóndavörðunnar þann 25. nóvember. Óskað er eftir efni sem og auglýsingum.
Árleg ormahreinsun gæludýra í Múlaþingi
27.10.22 Fréttir

Árleg ormahreinsun gæludýra í Múlaþingi

Árleg ormahreinsun gæludýra í Múlaþingi verður sem hér segir:
Dagskrá í Múlaþingi á Dögum myrkurs
27.10.22 Fréttir

Dagskrá í Múlaþingi á Dögum myrkurs

Fjölbreyttir viðburðir verða í Múlaþingi og á Austurlandi öllu.
Íbúafundur á Karlsstöðum
27.10.22 Fréttir

Íbúafundur á Karlsstöðum

Heimastjórn Djúpavogs boðar til íbúafundar á Kaffi Braz, Karlsstöðum miðvikudaginn 2. nóvember klukkan 20:00 - 22:00. Þar munu fulltrúar í heimastjórn verða með stutt ávörp og svara síðan spurningum. Fundurinn er einkum ætlaður íbúum í dreifbýlinu við Berufjörð, þótt allir séu að sjálfsögðu velkomnir.
Jólamarkaður Jólakattarins
25.10.22 Fréttir

Jólamarkaður Jólakattarins

Eftir 2 ára hlé verður haldið upp á 15 ára afmæli Jólamarkaðar Jólakattarins sem haldinn verður á Valgerðarstöðum (fyrrum Barra) laugardaginn 10. desember næstkomandi frá klukkan 11-16.
Íbúafundur á Bragðavöllum
21.10.22 Fréttir

Íbúafundur á Bragðavöllum

Heimastjórn Djúpavogs boðar til íbúafundar á Bragðavöllum miðvikudaginn 26. október klukkan 20:00 - 22:00.
Getum við bætt efni þessarar síðu?