Fara í efni

Tilkynningar

27.03.2023 Fréttir Tilkynningar

Mikil ófærð er víða í Múlaþingi í dag. 

Skólahald fellur niður í Egilsstaðaskóla, Fellaskóla, Brúarásskóla og Seyðisfjarðarskóla. 

Reynt verður að halda aðalgötum opnum í dag en fólki er ráðlagt að draga úr ferðum sínum og ekki er talið fólksbílafært.

Strætó mun reyna að fara fyrstu ferðir á Egilsstöðum og Fellabæ en óljóst með framhaldið síðar í dag.

 

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi

Vegna mikillar snjókomu á Austurlandi í nótt eru íbúar hvattir til að halda sig heima við. Snjóflóð féll í Norðfirði og verið að skoða aðstæður á öðrum stöðum og þéttbýliskjörnum einnig.

Tilkynningar
Getum við bætt efni þessarar síðu?