Undirbúningur fyrir malbikun hefur verið í fullum gangi síðustu vikur og í dag kemur malbikunargengið austur. Nú er ætlunin að malbika Vallargötuna og Hlíðarveginn á Seyðisfirði, Reynivellina á Egilsstöðum, göngustíga við Fellavöll og þorpsgötuna og götuna við nýju parhúsin á Borgarfirði auk tilfallandi viðgerða. Vonandi náum við líka að malbika hluta skólalóðarinnar á Djúpavogi síðar í október. Þetta er síðasta malbikun ársins enda farið að hausta og hefur malbikun frestast nokkuð vegna rigninga. Það fylgir ávallt heilmikið rask öllum framkvæmdum en yfirleitt sér fyrir endann á framkvæmdum þegar malbikunarvélarnar mæta á staðinn og því gleðjumst við mikið þegar þær fara að smyrja út malbikinu. Við biðjum íbúa að sýna þessum framkvæmdum skilning og vera sem allra minnst á ferðinni á þessum stöðum sem malbikun fer fram.
- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður