Fara í efni

Framkvæmdir á Seyðisfirði

06.07.2023 Tilkynningar Seyðisfjörður

Föstudaginn 7.7.2023 stendur til að sprengja klöpp í Fálkagili ofan Gilsbakka. Sprengivinna verktakans Héraðsverks er því að færast nær bænum og því verða bæjarbúar á Seyðisfirði enn meira var við sprengingarnar en áður.

Verktaki mun flauta þremur viðvörunarhljóðum 3 mínútum áður en sprengingin fer af stað. Flautan verður staðsett ofan á nýbyggðum Bakkagarði og ætti því að heyrast vel um allan bæ.

Þessar spreningar munu verða viðloðandi Fálkagilið næstu misseri.

Við biðjumst velvirðingar á truflunum sem þetta getur valdið

Menn halda fyrir eyrun þegar hleypt er af fallbyssunni á Seyðisfirði, 17. júní 2010

 

Framkvæmdir á Seyðisfirði
Getum við bætt efni þessarar síðu?