Samhliða sveitarstjórnarkosningum 14. maí 2020 verða í Múlaþingi kosnir fulltrúar í fjórar heimastjórnir, þ.e. heimastjórn Borgarfjarðar, heimastjórn Djúpavogs, heimastjórn Fljótsdalshéraðs og heimastjórn Seyðisfjarðar. Kjörgengir til heimastjórnar eru allir íbúar á kjörskrá í Múlaþingi, hver samkvæmt kjörskrá í sinni „heimasveit“, það er í hverju hinna eldri sveitarfélaga sem nú mynda Múlaþing.
Einstaklingum sem vilja gefa kost á sér til heimastjórna býðst að kynna sig og sín áherslumál á heimasíðu Múlaþings á síðunum:
- Framboð í heimastjórn Borgarfjarðar,
- Framboð í heimastjórn Djúpavogs,
- Framboð í heimastjórn Fljótsdalshéraðs,
- Framboð í heimastjórn Seyðisfjarðar
þar sem upplýsingarnar um þá einstaklinga sem þess óska og gefa kost á sér til setu í heimastjórn verða birtar í stafrófsröð.
Frambjóðendum er boðið að senda mynd af sér og stuttan kynningartexta að hámarki 200 orð. Í efninu þarf að koma fram nafn og heimilisfang frambjóðanda, sem eru þær upplýsingar sem kjósendur þurfa að skrá á kjörseðil í kosningunum sjálfum. Múlaþing ber ekki ábyrgð á því efni sem einstaklingar senda. Vanti nafn frambjóðanda eða heimilisfang verður efnið ekki birt.