Laugardaginn 13. ágúst opnar sýning á verkefninu Vindens forspiel að Dynskógum 4, Egilsstöðum (Rauða krossinum, neðri hæð). Sýningin fer fram bæði innan- og utandyra.
Undanfarnar vikur hafa listakonurnar Yvonne Normanseth og Inger Emilie Solheim dvalið í gestavinnustofu Sláturhússins og unnið að sýningunni Vindens forspiel. Sýningin samanstendur af myndverkum og frásögn þar sem listamennirnir reyna að hafa áhrif á veðurkerfið með tæki sem byggir á hugmyndinni um „skýsáningu“, tækni sem dreifir örögnum í andrúmsloftinu til að hafa áhrif á skýin. Listakonurnar hafa hannað tól til að stjórna veðri og vindum með reyk af staðbundnum plöntum frá Egilsstöðum og Finnmörk í Noregi sem brenndar eru í sérmíðuðum brennara. Innblásnar af vistfræði, flatri verufræði og hnattrænum breytingum í veðurkerfum leitast Solheim og Normanseth við að eiga samskipti á mismunandi stigum tilverunnar.
Listakonurnar byggja rannsóknir sínar á staðbundnum loftslags- og gróðuraðstæðum ásamt því að nota hefðbundin tákn og merkingar frá uppvexti sínum í Finnmörku í Norður-Noregi. Þær Yvonne og Inger Emilie eiga báðar rætur sínar að rekja til finnsk-norskra átthaga og nýta sér hefðbundna þekkingu úr menningararfleið sama og tengja þær við nýrri vísindakenningar.
Verkefnið er styrkt af Norsk kulturråd, Múlaþingi og Office for Contemporary Art Norway.