Fara í efni

Yfirlit frétta

Búlandstindur, Djúpavogi.
13.05.22 Fréttir

Kosningar til sveitarstjórnar og heimastjórna í Múlaþingi 14. maí

Sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosningar fara fram laugardaginn 14. maí 2022. Kjörstaðir verða sem hér segir í Múlaþingi: Borgarfjörður eystri: Hreppstofan Borgarfirði. Frá klukkan 09:00 til klukkan 17:00 Djúpivogur: Tryggvabúð Djúpavogi. Frá klukkan 10:00 til klukkan 18:00 Fljótsdalshérað: Menntaskólinn á Egilstöðum. Frá klukkan 09:00 til klukkan 22:00 Seyðisfjörður: Íþróttamiðstöðin á Seyðisfirði. Frá klukkan 10:00 til klukkan 22:00.
Sumarfrístund á Egilsstöðum og Seyðisfirði 2022
09.05.22 Fréttir

Sumarfrístund á Egilsstöðum og Seyðisfirði 2022

Fyrra tímabil Sumarfrístundar á Egilsstöðum og Seyðisfirði er frá 9. júní til 8. júlí fyrir börn fædd 2013 – 2015 (sem voru að ljúka 1.-3. bekk). Seinna tímabil er frá 2. – 17. ágúst á Egilsstðum og 2. - 19. ágúst á Seyðisfirði fyrir börn fædd 2013-2016 (verðandi 1.-4. bekk).
Regnbogagatan fær sína árlegu yfirhalningu
29.04.22 Fréttir

Regnbogagatan fær sína árlegu yfirhalningu

Regnbogagatan á Seyðisfirði var máluð eftir veturinn í gær, fimmtudaginn 28. apríl. Litrík gatan, sem hefur skipað sér stóran sess í huga fólks sem eitt af aðal myndefnum á Seyðisfirði, fær yfirhalningu á hverju vori. Þá eru allir velkomnir að taka þátt og mála, hvort sem um heimafólk er að ræða eða gesti.
Sundhöll Seyðisfjarðar
26.04.22 Fréttir

Sundhöll Seyðisfjarðar – heitir pottar lokaðir um tíma

Vegna framkvæmda við nýjan heitan pott - Bö pottinn - verða því miður engir pottar opnir í Sundhöll Seyðisfjarðar fyrr en um eða upp úr miðjum maí. Það eru þó gleðifréttir fyrir Seyðfirðinga að hægt verði að sitja úti í heitum potti í sumar.
Auglýsing um kjörskrár og kjörstaði
25.04.22 Fréttir

Auglýsing um kjörskrár og kjörstaði

Kjörskrár vegna sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosninga sem fram fara laugardaginn 14. maí 2022, munu liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofum Múlaþings, á Borgarfirði, Djúpavogi, Egilsstöðum og Seyðisfirði, á opnunartíma hverrar skrifstofu, frá og með mánudeginum 25. apríl til og með föstudeginum 13. maí 2022.
Íbúafundur á Seyðisfirði
05.04.22 Fréttir

Íbúafundur á Seyðisfirði

Íbúafundur á Seyðisfirði miðvikudaginn 6. apríl 2022 klukkan 17:30 í Herðubreið. Fundinum verður streymt.
Auglýsing um móttöku framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga í Múlaþingi 14. maí 2022
29.03.22 Fréttir

Auglýsing um móttöku framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga í Múlaþingi 14. maí 2022

Framboð þarf að tilkynna skriflega til kjörstjórnar eigi síðar en á hádegi 36 dögum fyrir kjördag. Frestur til að skila inn framboðslistum er því til kl. 12:00 þann 8. apríl 2022. Yfirkjörstjón Múlaþings tekur á móti framboðsgögnum föstudaginn 8. apríl næst komandi milli kl. 10:00 og 12:00 í fundarsal skrifstofu Múlaþings að Lyngási 12 á Egilsstöðum. Klukkan 13:00, á sama stað, hefst fundur um yfirferð framboðslista.
Listaverkasala til styrktar Úkraínu safnaði 500.000 kr.
16.03.22 Fréttir

Listaverkasala til styrktar Úkraínu safnaði 500.000 kr.

Skaftfell Myndlistarmiðstöð skipulagði sölu á listaverkum til styrktar Úkraínu í samvinnu við listasamfélag Seyðisfjarðar. Yfir 30 listamenn af svæðinu gáfu verk sín og settu upp pop-up sýningu, auk þess sem tónlistarmennirnir Vigdís Klara Aradóttir og Guido Bäumer buðu upp á lifandi tónlistarflutning.
Frettatilkynning - nýr forstöðumaður Skaftfells
16.03.22 Fréttir

Frettatilkynning - nýr forstöðumaður Skaftfells

Stjórn Skaftfells kynnir með ánægju að Pari Stave hefur verið ráðin nýr forstöðumaður Skaftfells, Myndlistarmiðstöð Austurlands. Hún tekur til starfa 1. maí næstkomandi.
Auknar líkur á votum flóðum, krapaflóðum og skriðuföllum á Suðausturlandi og Austfjörðum
10.03.22 Fréttir

Auknar líkur á votum flóðum, krapaflóðum og skriðuföllum á Suðausturlandi og Austfjörðum

Vert er að taka fram að á Seyðisfirði er búist við heldur minni rigningu en sunnar á Austfjörðum og litlar líkur eru taldar á að þessi rigning og leysing hafi teljandi áhrif á stöðugleika í gamla skriðusárinu. Náið verður fylgst með mælitækjum og þróun veðurs og aðstæðna.
Getum við bætt efni þessarar síðu?