05.10.21
Fréttir
Tilkynning frá aðgerðarstjórn Austurlands
Á Austurlandi eru nú 5 í einangrun og 9 í sóttkví. Ekki hafa greinst smit í fjórðungnum í rúmlega viku og munu því tölur yfir smitaða lækka töluvert á næstu dögum þar sem flestir klára sína einangrun. Það er mikið ánægjuefni að náðst hafi að takmarka útbreiðslu covid-19 eftir hópsmitið á Reyðarfirði og vill aðgerðastjórn þakka íbúum fyrir samstöðu og samstillt átak til að lágmarka smit.