Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum býður upp á myrkraþrautir í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum fyrir alla fjölskylduna.
Mæting hjá sviðinu þar sem fyrsta þrautin verður, síðan verður opið í gönguleið sem krefst þess að leysa þrautir til þess að komast áfram og fá nammi.
Gönguleiðin er tilvalin fyrir fjölskyldur og tekur hæfilegan tíma.
Krakkar eru hvattir til að mæta í búningum og koma með tóma vasa svo hægt sé að fylla þá af nammi!
Börn yngri en 12 ára þurfa að mæta í fylgd með fullorðnum vegna útivistartíma barna.
Facebook-viðburður.