Tækniminjasafn Austurlands býður gesti velkomna í Vélsmiðjuna miðvikudaginn 30. okt. í kertamálun og föndur undir handleiðslu Jóhönnu Pálsdóttur. Allur efniðviður er innifalinn.
Á meðan við föndrum sötrum við SVART kakó með rjóma og höfum gaman.
Klukkan 17:00 verður spurningakeppni í myrkari kantinum þar sem fjölskyldur etja kappi og við hvetjum ykkur öll til að rífa keppnisskapið upp úr skúffunni og mæta með ykkar allra sterkasta fjölskyldulið!
Viðburðurinn er hluti af Dögum Myrkurs og er haldinn í samstarfi við Hótel Ölduna.
Facebook viðburður: https://www.facebook.com/events/1083052533406612/?ti=ls