Verið velkomin á Daga myrkurs í Safnahúsinu á Egilsstöðum þriðjudaginn 29. október frá 16-18.
Á Minjasafninu verður ratleikur, ný örsýning og rófuútskurður að gömlum sið. Þátttakendur koma sjálfir með rófur og lítinn hníf en útskurðarhnífar verða á staðnum.
Ath. Börn þurfa að vera í fylgd fullorðinna.
Bókasafn Héraðsbúa býður upp á sögustund kl. 16 og
Break-out Edu myrkraþraut kl. 16:30 (yngri börn þurfa aðstoð).
Einnig í boði að lita myndir.
Á Héraðsskjalasafninu verða sýndar myndir úr Ljósmyndasafni Austurlands.
Hlökkum til að sjá ykkur!