Fara í efni

Dagar myrkurs á Bókasafni Héraðsbúa

Bókasafn Héraðsbúa 28. okt 2024 - 1. nóv 2024

Alla vikuna, 28. október til 1. nóvember, verða sektarlausir dagar á Bókasafninu. Komdu á bókasafnið og sjáðu sektina þína hverfa í skjóli myrkurs.

mánudagur 28. okt - Bangsadagur
o Í tilefni bangsadagsins og Daga myrkurs bjóðum við böngsum að koma á bókasafnið og gista eina nótt.
Við tökum á móti böngsum á opnunartíma safnsins, frá 13 til 18 og biðjum um að þeir verði sóttir á sama tíma næsta dag.

Við munum svo setja myndir frá ævintýrum bangsanna á samfélagsmiðla bókasafnsins á Facebook og Instagram.

Ath. einn bangsi frá hverju barni 🐻

þriðjudagur 29. okt - Dagar myrkurs í Safnahúsinu á Egilsstöðum, sjá nánar hér.

Verið velkomin á Daga myrkurs í Safnahúsinu á Egilsstöðum þriðjudaginn 29. október frá 16-18.
Á Minjasafninu verður ratleikur, ný örsýning og rófuútskurður að gömlum sið. Þátttakendur koma sjálfir með rófur og lítinn hníf en útskurðarhnífar verða á staðnum.
Ath. Börn þurfa að vera í fylgd fullorðinna.

Bókasafn Héraðsbúa býður upp á sögustund kl. 16 og Break-out Edu myrkraþraut kl. 16:30 (yngri börn þurfa aðstoð).
Einnig í boði að lita myndir.

Á Héraðsskjalasafninu verða sýndar myndir úr Ljósmyndasafni Austurlands.

miðvikudagur 30. okt - Harry Potter flokkunarhatturinn

o Hvaða vist tilheyrir þú?

o Harry Potter myndir til að lita.

fimmtudagur 31. okt og föstudagur 1. nóv - Hrekkjavökuleikur

o Allir sem taka þátt geta sett nafnið sitt í pott og verða dregnir út tveir vinningshafar.

miðvikudagur 6. nóvember - Glæpafár á Íslandi - sjá nánar hér.
Eva Björg Ægisdóttir, Jón Pálsson og Ævar Örn Jósepsson

Getum við bætt efni þessarar síðu?