Opnað hefur verið fyrir skráningar í Allir með, en það er samstarfsverkefni Hattar og Múlaþings.
Aðilar að verkefninu í ár eru fimleikadeildin, frjálsíþróttadeildin og körfuknattleiksdeildin. Hægt er að skrá iðkendur í eina, tvær eða allar íþróttagreinarnar fyrir aðeins eitt gjald á önn, eða 30.000 krónur og nýtist tómstundaframlag Múlaþings fyrir æfingargjöldunum.
Skráning fer alfarið fram í gegnum Sportabler. Þá er hægt að lesa sér betur til um Allir með, fyrirkomulag skráninga, tímasetningar æfingar og annað á heimasíðu Hattar.
Allir með er frábært tækifæri fyrir börn til þess að kynna sér ólíkar íþróttagreinar og finna út hvar áhugi þeirra liggur. Forsjáraðilar barna í 1. og 2. bekk eru hvattir til að kynna sér framboðið með börnum sínum og skrá þau fyrir 7. september.