Rauði krossinn, Þjóðkirkjan, AFL starfsgreinafélag, Lionsklúbburinn Múli og Lionsklúbburinn á Seyðisfirði standa í sameiningu að jólasjóði sem starfræktur er í samvinnu við Félagsþjónustu Múlaþings. Markmið sjóðsins er að styrkja fjölskyldur og einstaklinga í Múlaþingi og á Vopnafirði sem búa við þröngan kost og létta þannig undir fyrir jólin.
Hægt er að sækja um í sjóðinn með í gegnum rafræna umsókn eða með því að hafa samband við Aðalheiði Árnadóttur á adalheidur.arnadottir@mulathing.is
Hægt er að styrkja sjóðinn með því að leggja inn á reikning 0175-15-380606, kt. 530505-0570 sem er söfnunarreikningur í nafni Safnaðarsamlags Egilsstaðaprestakalls. Ekki er tekið við gjöfum eða mat.
Þau sem styrkt hafa sjóðinn síðustu ár, þökkum kærlega fyrir stuðninginn.
Nánari upplýsingar veitir Emelía Ósk hjá Múlasýsludeild Rauða krossins í síma 820 1665 eða á netfanginu emeliaosk@redcross.is