18.08.21
Fréttir
Frá aðgerðastjórn
Í gær greindist kórónuveirusmit sem hefur tengsl við leikskólann á Seyðisfirði og var töluverður fjöldi settur í sóttkví. Í samráði við leikskólann og smitrakningateymið var börnum, foreldrum og starfsfólki á leikskólanum boðið í skimun í dag. Niðurstöður úr þeirri skimun ættu að liggja fyrir upp úr hádegi á morgun. Aðgerðastjórn mun senda út aðra tilkynningu þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.