Fara í efni

Nýtt deiliskipulag, varnargarðar undir Bjólfi

16.06.2021

Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 9.júní sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir snjóflóðavarnargarða undir Bjólfshlíðum á Seyðisfirði skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan ásamt umhverfisskýrslu er auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðar 2010-2030.

Tillagan tekur til 28 ha svæðis undir Bjólfshlíðum þar sem áformað er að reisa þrjá varnargarða með það að markmiði að bæta öryggi íbúa Seyðisfjarðar gagnvart snjóflóðum og um leið skapa aðstæður fyrir uppbyggingu útivistarsvæðis. Þá gerir tillagan ráð fyrir göngustígum og útsýnistöðum ásamt húsbíla- og bílastæðum.

Hægt er að nálgast skipulagstillöguna ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu hér á heimasíðunni sem og á skrifstofum sveitarfélagsins að Lyngási 12, Egilsstöðum og Hafnargötu 44, Seyðisfirði, frá 16.júní til 30.júlí 2021.

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn skriflegar ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings, Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 30.júlí 2021.

Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna, telst henni samþykkur.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings.

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?