Fara í efni

Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar: Umbra

Hljómsveitin Umbra flytur íslensk þjóðlög í eigin útsetningum og frumsamið efni þar sem texti er sóttur í miðaldabókmenntir.
Á tónleikunum í Bláu kirkjunni verður í brennidepli efni af plötunni Bjargrúnir auk nýs efnis. Yfirskrift tónleikanna er „Umbra og arfurinn“ og á tónleikunum mega gestir eiga von á náinni stund þar sem kafað verður ofan í sagnaarfinn og íslenska ljóðagerð í tónum og tali.
Undanfarin misseri hefur Umbra ferðast vítt um Evrópu með íslensku þjóðlögin í farteskinu. Nýjasta plata Umbru, Bjargrúnir, kom út í tíu löndum í Evrópu og hefur platan hlotið lofsamlega dóma á erlendri grundu. Ævintýri Umbru erlendis halda áfram og framundan eru tónleikaferðalög til Kína, Frakklands og Indlands.
Húsið opnar kl. 20:00 og tóneleikarnir hefjast 20:30. Aðgangseyrir er 4.000 kr. Öryrkjar og eldri borgarar: 3000 kr. Frítt inn fyrir 16 ára og yngri.
 
EN
UMBRA AND THE FOLKLORE HERITAGE
The band Umbra performs Icelandic folk songs in their own arrangements and original material with text taken from medieval literature. The focus will be material from the album Bjargrúnir as well as new material.
At the concert, visitors can expect an intimate moment where they will delve into the heritage of stories and Icelandic poetry in tones and speech.
The house opens at 20:00 and the concert starts at 20:30. Admission fee is 4.000 kr. 3000 for the elderly and people with disabilities. 16 years and younger: No charge.
Getum við bætt efni þessarar síðu?