Fara í efni

Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar: Tríó Akureyrar

Seyðisfjarðarkirkja 3. júlí 2024 kl. 20:00
Tríó Akureyrar og Þórður Sigurðarson munu koma fram á fyrstu tónleikum Sumartónleikaraðar Bláu kirkjunni miðvikudaginn 3. júlí.
Um er að ræða sambland af þjóðlögum víða að úr heiminum, m.a. frá: Mexíkó, Finnlandi, Belgíu og Færeyjum en nafn tónleikanna er Landablanda.
Nafn tónleikanna er aðeins tvírætt, en auk þess að fjalla stuttlega um hvert þjóðlag verður komið inn á heiti hvers lands „brennívíns“, svona til gamans. Þá verða þjóðlögin einnig tengd saman með þema sem gengur eins og rauður þráður í gegnum dagskrána. Áheyrendur fá þannig áhugaverða mynd af tónlist sem vex úr jarðvegi ólíkra menningarheima og endurspeglar á sama tíma fjölbreytileika mannkyns - og fegurðina í fjölbreytileikanum.
Tríó Akureyrar samanstendur af Austfirðingnum Erlu Dóru Vogler söngkonu, Skagfirðingnum Jóni Þorsteini Reynissyni harmonikkuleikara og Eistanum Valmari Väljaots fiðlu-, harmonikku-, orgel-, píanó- og allskonar leikara. Þórður Sigurðarson orgel-, píanó- og harmonikkuleikari er Austfirðingum að góðu kunnur og starfaði um margra ára skeið sem organisti og kórstjóri í Neskaupstað, en Erla Dóra og Þórður Sigurðarson hafa áður unnið saman t.d. í hljómsveitinni Dægurlagadraumum sem skemmti Austfirðingum mörg sumur og við flutning Stabat Mater eftir Pergolesi í Mosfellsprestakalli. Nú leiða þessir fjórir tónlistarmenn saman hesta sína í fyrsta sinn. Öll eru þau þekkt fyrir fyrsta flokks tónlistarflutning og líflega framkomu.
Húsið opnar kl. 20:00 og tóneleikarnir hefjast 20:30. Aðgangseyrir er 4.000 kr. Öryrkjar og eldri borgarar: 3000 kr. Frítt inn fyrir 16 ára og yngri.
 
EN
Trio Akureyri and Þórður Sigurðarson will perform at the first concert of the Blue Church's Summer Concert Series on Wednesday, July 3.
They will perform a combination of folk songs from around the world, i.a. from: Mexico, Finland, Belgium and the Faroe Islands, but the name of the concert is „Landablanda“ (an Icelandic wordplay: „Land“ means country and „Landi“ is, well, the Icelandic version of „moonshine“! „Blanda“ then means „to mix something together“. So, „landablanda“ can refer to alcohol and cultures! )
The name of the concert is a bit ambiguous, but in addition to briefly discussing each song, the name of each country's main schnapps will be introduced! The folk songs will also be connected by a theme that runs like a common thread throughout the program. The audience thus gets an interesting picture of music that grows from the soil of different cultures and at the same time reflects the diversity of humanity - and the beauty in diversity.
Akureyri's trio consists of singer Erla Dóra Vogler, Jón Þorstein Reynisson (accordionist) and Valmar Väljaots violin (accordion, organ, piano and more) and Þórður Sigurðarson (organ, piano and accordion) will join them in Seyðisfjörður. These musicians have been working together for years and all of them are known for first class musical performance.
The house opens at 20:00 and the concert starts at 20:30. Admission fee is 4.000 kr. 3000 for the elderly and people with disabilities. 16 years and younger: No charge.
Getum við bætt efni þessarar síðu?