Fara í efni

Lagasmíðar fyrir tónlistarkonur

Gleymmérei Music, Bræðslan og Eiðar Village kynna Lagasmíðar fyrir tónlistarkonur á Eiðum.
Lagasmíðar á Eiðum er námskeið sem hentar fyrir konur, 18 ára og eldri, sem vilja gefa sér tíma í að skapa og semja, fá fræðslu um lagasmíðar og hugmyndavinnu, kynnast öðru tónlistarfólki og njóta þess alls í stórbrotnu landslagi Eiða og Borgarfjarðar eystra.
Hver dagur byrjar á fyrirlestri um lagasmíðar, hugmyndavinnu og sköpun. Þátttakendum er síðan skipt upp í hópa og markmið hvers dags er að semja lag frá grunni. Að kvöldi skilar hver hópur inn lagi og svo er haldið hlustunar”session”, þar sem öll lög dagsins eru spiluð fyrir þátttakendur. Næsta dag eru síðan nýir hópar, þannig að hver aðili stækkar þannig tengslanetið sitt um muna.
Markmið vikunnar er að þátttakendur fái hvatningu, tæki, tól og tengslanet til að halda áfram sköpunarferli þegar heim er komið. Námskeiðinu lýkur með ferð niður á Borgarfjörð eystra á fimmtudeginum, þar sem rætt er um hvernig tónlistarhátíðin Bræðslan er sett upp og skyggnst bakvið tjöldin með Bræðslustjórum.
Byrjað er kl.10:30 á mánudeginum 22.júlí og námskeiðið endar á fimmtudeginum í kringum 16:00.
Kennarar:
Um námskeiðið sjá Hildur Kristín, tónlistarkona,lagahöfundur og upptökustýra og Aldís Fjóla, tónlistarkona,Music Coach og CVT Raddþjálfi, ásamt gestafyrirlesurum.
Innifalið er:
Miði á tónlistarhátíðina Bræðsluna.
Gisting á Eiðum mánudag - fimmtudags.
Morgun-, hádegis og kvöldmatur auk kaffihressingar alla dagana.
Kennsla og leiðsögn frá kennurum og gestakennurum.
Miðar á tónleika á Eiðum á meðan námskeiði stendur.
Ferð niður á Borgarfjörð eystra og tilbaka á fimmtudeginum, auk hressingar þar.
Miði á Fimmtudagsforleik fyrir Bræðslu hjá Já Sæll Fjarðarborg á Borgarfirði eystra.
Verð með gistingu: kr. 110.000 á hvern þátttakanda // Miðað við að það séu tveir í herbergi.
Verð án gistingar en með mat: kr. 80.000 á hvern þátttakanda.
Athugið að ferðalagið að Eiðum og tilbaka er ekki innifalið. Hins vegar er hægt að sækja þátttakendur í flug á fimmtudagsmorgninum sé þess óskað. Gisting á Borgarfirði eystra í kringum Bræðsluna er ekki innifalin.
Við skráningu er 30.000 kr. staðfestingargjald greitt sem er óendurkræfanlegt.
Hægt er að skipta eftirstöðum upp í 2-3 greiðslur sé þess óskað.
Vinsamlegast tilgreinið í athugasemdum við skráningu hvernig þið viljið skipta greiðslum og einnig ef það eru fæðuofnæmi eða eitthvað sem við þurfum að vita varðandi mat. Einnig ef þið viljið deila herbergi með einhverjum sérstökum þátttakanda.
Endilega hafið samband á info@gleymmereimusic.is ef þið viljið einstaklingsherbergi.
Endilega athugið með styrk frá ykkar stéttarfélagi fyrir námskeiðinu.
Verð kr. 110.000,- með gistingu
Verð kr.80.000,- án gistingar en með mat
Hægt er að skipta greiðslunni í 2-3 greiðslur sé þess óskað.
Getum við bætt efni þessarar síðu?