Vinnuskóli Múlaþings verður starfræktur frá 12. júní til 18. ágúst í sumar og er hann opinn ungmennum sveitarfélagsins sem eru fædd á árunum 2007 til 2010, eða þeim sem eru að ljúka 7. til 10. bekk í vor.
Starfstöðvar vinnuskólans verða fjórar, það er Borgarfjörður, Djúpivogur, Egilsstaðir/Fellabær og Seyðisfjörður.
Vinnutími og laun nemenda verða sem hér segir. Nemendur fæddir:
- 2010 - 798 kr./klst. 3 klst/dag u.þ.b. 6 vikur.
- 2009 - 1.197 kr./klst. 3 klst/dag u.þ.b. 7 vikur.
- 2008 - 1.463 kr./klst. 6 klst/dag u.þ.b. 10 vikur.
- 2007 - 1.729 kr./klst. 6 klst/dag u.þ.b. 10 vikur.
Laun verða lögð inn á bankareikning sem skal vera skráður á kennitölu nemanda og verða útborgunardagar í mánaðarlok.
Forsjáraðilar nemanda sem óska eftir vinnu í Vinnuskólanum að sækja um fyrir þeirra hönd. Umsóknarfrestur er til og með 8. maí 2023.