Á meðan að úrkomutíð er á Austfjörðum verða daglegar fréttir um aðstæður á Seyðisfirði birtar fyrir hádegi á Bloggsíðu Veðurstofu Íslands þannig að íbúar geta fylgst með þróun mála.
Úrkomulítið verður á Seyðisfirði í dag og fram á aðfaranótt föstudags. Grunnvatnsstaða lækkaði um helgina en hefur hækkað lítillega eftir úrkomuna síðasta sólarhring. Búast má við því að hún hækki eitthvað næsta sólarhring en ætti síðan að lækka í kjölfarið þar sem gera má ráð fyrir lítilli úrkomu fram á aðfaranótt föstudags eins og spáin er núna. Engar hreyfingar hafa sést á mælitækjum frá þvi 12. nóvember.
Íbúafundur var haldin á Seyðisfirði kl 16:30 í gær þar sem Veðurstofan fór yfir stöðu mála á svæðinu og ræddi viðbragðáætlanir. Hægt er að nálgast upptökur af fundinum á facebook síðu Múlaþings.
Hægt er að nálgast daglegar upplýsingar um aðstæður á Seyðisfirði á heimasíðu Veðurstofu Íslands.