Fara í efni

Þrettándabrennur og flugeldasýning

05.01.2023 Fréttir

Múlaþing óskar íbúum sveitarfélagsins velfarnaðar á nýju ári og að gömlum sið eru jólin kvödd á Þrettándanum.

Samkvæmt vísindavefnum um þjóðtrú tengda þrettándanum gildir flest hið sama og um nýársnótt, meðal annars að selir fari úr hömum sínum, kirkjugarðar rísa, álfar flytjast búferlum og kýr tala mannamál. Hættulegt gat verið að hlusta á tal kúnna því þær reyndu að æra þá sem það gerðu.

Djúpavogsbúar halda Þrettándann hátíðlegan en foreldrar barna í fimmta bekki í Djúpavogsskóla sjá um brennu á Hermannastekkum kl. 17. Björgunarsveitin Bára mun bjóða upp á flugeldasýningu á sama stað.

Íþróttafélagið Höttur, í samstarfi við Björgunarsveitina Hérað, stendur fyrir flugeldasýningu á Þverklettum kl. 18. Á sama tíma verður tilkynnt um val á íþróttamanni ársins á netinu, bæði á Facebooksíðu Hattar og www.hottur.is

Á Borgarfirði verður brenna kl. 20 við Norðurenda flugvallar. Líkur eru á að skessan Gellivör láti sjá sig. Sagan af Gellivör mömmu | Borgarfjörður eystri

Þrettándabrennur og flugeldasýning
Getum við bætt efni þessarar síðu?