Ríkislögreglustjóri í samvinnu við Rauða krossinn og Múlaþing, mun hafa þjónustumiðstöð opna í Herðubreið á Seyðisfirði þriðjudaginn 11. apríl klukkan
13-17. Boðið er upp á kaffi, spjall og stuðning við íbúa og aðra sem á einhvern hátt hafa orðið fyrir áhrifum ofanflóða og ofanflóðahættu á Austfjörðum.
Íbúar á Seyðisfirði eru hvattir til að nýta sér þjónustumiðstöðina og kíkja í kaffi.
Einnig er minnt á þjónustumiðstöðina í Egilsbúð í Neskaupstað sem verður opin í vikunni eftir páska, eða til 14. apríl. Heitt er á könnunni fyrir þau sem hafa tök á að mæta þangað en einnig er hægt að hafa samband við þjónustumiðstöðina í síma 855 2787 og í netfangið fyrirspurnir@almannavarnir.is.