Sveitarfélögum er gert að innleiða nýtt kerfi við innheimtu gjalda vegna meðhöndlunar úrgangs samkvæmt lögum sem tóku gildi um áramótin. Sveitarfélögum er skylt að tryggja að innheimta verði sem næst raunkostnaði fyrir meðhöndlun úrgangs og að fast gjald skuli takmarkast við 50% til ársins 2025 og 25% eftir það. Fyrsta skrefið í þeirri vinnu er að telja og skrá sorpílát niður á staðföng frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Starfsmaður á vegum sveitarfélagsins mun fljótlega hefja talningu á ílátum við einstök hús og gera má ráð fyrir að sú vinna taki nokkra daga. Því mega íbúar eiga von á því að sjá fólk á á ferli á lóðum sem hefur það hlutverk að telja ílát.