Fara í efni

Stór áfangi í snjóflóðavörnum á Seyðisfirði

19.04.2023 Fréttir Seyðisfjörður

Sá gleðilegi áfangi hefur nú náðst að fyrsta grindin í snjóflóðavörnum á Seyðisfirði er komin upp sem er neðsti hlutinn af Bakkagörðum. Búið er að ljúka fyrsta árinu af fimm ára tímalínu við gerð snjóflóðavarnargarða á Seyðisfirði undir Bjólfshlíðum sem er mikilvægur áfangi að bæta öryggi Seyðisfjarðar gagnvart snjóflóðum. Til stendur að byggja þrjá varnargarða til að verja byggðina í Bakkahverfi, Firði og Öldunni en varnargarðarnir eru eftirfarandi:

• Bakkagarður, 535 m langur og 13 m hár leiðigarður.
• Fjarðargarður, 245 m langur og 10 m hár þvergarður.
• Öldugarður, 300 m langur og 17 – 20 m hár leiðigarður.

 

Stór áfangi í snjóflóðavörnum á Seyðisfirði
Getum við bætt efni þessarar síðu?