Laus er til umsóknar staða forstöðuaðila félagsmiðstöðvarinnar á Seyðisfirði frá ágúst 2023. Starfskraftur vinnur í stórskemmtilegu teymi með öðrum forstöðuaðilum félagsmiðstöðva í Múlaþingi.
Helstu verkefni og ábyrgð forstöðuaðila eru:
-Að sinna vöktum í félagsmiðstöðvum seinni partinn og á kvöldin, sértæku hópastarfi, námskeiðum, fræðslu, samvinnu við grunnskóla og öðru slíku.
-Skipuleggja og móta frítímastarf fyrir börn og unglinga þar sem höfð eru að leiðarljósi uppeldis- og forvarnamarkmið.
-Vinna starfsáætlun fyrir félagsmiðstöðina í samráði við annað starfsfólk á íþrótta- og æskulýðssviði.
-Sækja fræðslu í samráði við annað starfsfólk sviðsins.
-Sækja viðburði með börnum- og unglingum á vegum félagsmiðstöðvarinnar.
-Sjá um samfélagsmiðla miðstöðvarinnar, til að mynda Facebook og Instagram.
-Bera ábyrgð á fjármálum félagsmiðstöðvarinnar og tekur þátt í fjárhagsáætlunargerð.
Nánari upplýsingar um starfið má finna hér.