Í Múlaþingi er á flestum stöðum þriggja tunnu sorphirðukerfi. Hægt er að nálgast upplýsingar um sorphirðudagatal 2022 og gjaldskrá vegna sorphirðu á heimasíðu Múlaþings.
Í þéttbýli fær hvert heimili afhentar þrjár tunnur; eina gráa fyrir almennan úrgang, aðra græna fyrir flokkaðan úrgang og eina brúna fyrir lífrænan úrgang.
Í dreifbýli sveitarfélagsins fá íbúar eina tunnu fyrir endurvinnsluhráefni, eina undir almennan úrgang og moltugerðarílát fyrir lífrænan úrgang.
Garðeigendur í Múlaþingi geta nú sótt sér moltu til að bæta jarðveg í görðum sínum. Hún er skammt innan við Landflutninga á Egilsstöðum á svæði þar sem einnig er hægt að ná í mold. Nánar má lesa um moltu til afhendingar hér.
Á heimasíðunni má lesa nánar um sorphirðu og hvernig er flokkað í brúnu tunnuna og grænu tunnuna.