Múlaþing óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra hjartanlega til hamingju með sjómannadaginn!
Borgarfjörður
Laugardagur 3. júní 2023
19:00 Kótelettukvöld & sjómanna-singalong í Fjarðarborg
Jón Ingi Arngrímsson og félagar leiða sönginn. Skráning hjá Já Sælir.
Sunnudagur 4. júní 2023
11:00 Sjómannadagsmessa út í höfn.
12:00 (eftir messu) Sigling - sjómenn bjóða gestum í siglingu úr höfninni.
13:00 (Eftir siglingu) Belgjaslagur og stemning á bryggjunni í höfninni.
15:00: Sjómannadagskaffi Sveinunga í Fjarðarborg.
Djúpivogur
Laugardagur 3. júní 2023
21:00 Myndasýning í Löngubúð.
Laugardaginn 3. júní kl. 21:00 verður myndasýning í Löngubúð í tengslum við sjómannadaginn. Sýndar verða ýmsar myndir, hvort tveggja ljósmyndir og hreyfimyndir, frá hátíðarhöldum í tilefni dagsins á Djúpavogi í gegnum tíðina. Myndasýninguna má svo einnig sjá á sjómannadaginn Við Voginn þar sem hún mun rúlla á skjánum. Íbúar eru hvattir til að nýta þetta tækifæri, til að sýna sig og sjá aðra, rifja upp gamla tíma eða kynna sér hvernig hátíðahöldin hafa þróast í gegnum tíðina.
Sunnudagur 4. júní 2023
10:45 Upphitun fyrir messu, sjóaralög á harmonikku.
11:00 Guðsþjónusta við Faktorshúsið.
12:00 Dorgveiðikeppni á smábátabryggju.
12:30 Grillveisla í umsjón Björgunarsveitarinnar Báru ásamt sjómannadagssöngatriði.
14:00 Sigling ef veður leyfir.
15:00 Leikið í Djúpavogsdeildinni á Neistavelli.
Seyðisfjörður
Laugardagur 3. júní 2023
11:00: Sigling með Gullver.
13:00: Dorgveiðikeppni fyrir krakkana, hver veiðir minnsta fiskinn og hver veiðir flesta?
13:30: Kappróður, leikir og þrautir á bryggjunni.
16:00: Fótboltaleikur á sparkvellinum, sjómenn vs. krakkar.
Sunnudagur 4. júní 2023
15:00: Bíó í Herðubíó – Spiderman – Across the Spider-Verse.
20:00: Sjómannadagsmessa í Seyðisfjarðarkirkju.
Útskrift nema úr Leiðtogaskóla þjóðkirkjunnar. Veitingar í safnaðarheimili eftir messu.
Fréttin verður uppfærð ef breytingar verða t.d. vegna veðurs - fylgist vel með.