Á fundinum verður fjallað um helstu áherslur í þjónustu við fatlað fólk í nútíð og framtíð og hvernig staðið verður að innleiðingu þeirra. Samráðsfundirnir hafa þann tilgang að tryggja milliliðalaust samtal um það sem fólki er efst í huga þegar málefni fatlaðs fólks ber á góma.
Hér gefst einstakt tækifæri til að hafa áhrif á tillögur og stefnumótun og það hvernig staðið er að framkvæmd í málaflokki fatlaðs fólks hringinn í kringum landið.
Á fundinum mun ráðherra flytja opnunarávarp og kynnt verða verkefni úr landsáætlun. Fulltrúar heilsusamtaka fatlaðs fólks fjalla um sínar áherslur og framtíðarsýn og starf notendaráða verður kynnt. Að lokum býður ráðherra til samtals við viðstadda.
Gestir eru beðnir um að staðfesta þátttöku hér og hægt er að lesa sér nánar til um fundina inn á síðu stjórnarráðsins.
Fundurinn fer fram á Berjaya Hérað Hotel fimmtudaginn 22. júní klukkan 17:00.