Fara í efni

Mótum sjálfbæra framtíð - Samtal við forsætisráðherra um Sjálfbært Ísland

24.04.2023 Fréttir Egilsstaðir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til opinna samráðsfunda um landið um sjálfbæra þróun á Íslandi. Á fundunum verður fjallað um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara en vinna stendur yfir við mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun. Kynnt verða drög að grænbók sem er fyrsta skrefið í mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun. Á Austurlandi fer fundurinn fram miðvikudaginn 26. apríl klukkan 16.00 á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Öll eru velkomin. Skráning fer fram á sjalfbaertisland.is

Dagskrá:

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Opnunarávarp
Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun hjá HÍ
Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtogi Sjálfbærs Íslands
Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallomsstaðaskóla

Fundarstjóri: Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.

Boðið verður upp á hressingu á fundunum.

Hér má finna drög að grænbók um sjálfbært Ísland sem fundargestir eru hvattir til að kynna sér fyrir fundinn: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3454
Frekari upplýsingar má finna hér https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/04/14/Forsaetisradherra-bydur-til-samtals-um-sjalfbaert-Island/

Mótum sjálfbæra framtíð - Samtal við forsætisráðherra um Sjálfbært Ísland
Getum við bætt efni þessarar síðu?