Þann 30. nóvember 2022 lagði Zephyr Iceland ehf. fram hjá Skipulagsstofnun matsáætlun um allt að 500 MW vindorkugarð í Klausturseli í Múlaþingi samkvæmt 21. grein laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana númer 111/2021. Skipulagsstofnun hefur lagt matsáætlunina fram til kynningar og gefst almenningi tækifæri á að gera athugasemdir til 7. janúar 2023. Athugasemdum skal koma á framfæri við Skipulagsstofnun, bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
Útprentað eintak matsáætlunarinnar liggur frammi til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins að Lyngási 12 á Egilsstöðum á kynningartíma en einnig er hægt að nálgast rafræna útgáfu hér.