Um mánaðarmót maí/júní var uppsetning á ærslabelgi í Tjarnargarðinum lokið og hefur verið líf og fjör í garðinum síðan.
Var það ungmennaráð Múlaþings sem lagði til staðsetningu belgsins í Tjarnargarði og taldi hana geta haft jákvæð áhrif á áframhaldandi uppbyggingu afþreyingar á svæðinu auk þess að hann yrði vel sýnilegur ferðafólki á Egilsstöðum.
Hefur lengi verið beðið eftir ærslabelgi á Egilsstöðum og er hann frábær viðbót við aðra afþreyingu á staðnum.