Undanfarin misseri hefur verið unnið að því að birta lausar lóðir í Múlaþingi á kortasjá sveitarfélagsins og er afraksturinn nú sýnilegur.
Þegar þetta er ritað eru tæplega 80 lausar lóðir í sveitarfélaginu, staðsettar í öllum kjörnum. Um er að ræða fjölbreyttar lóðir undir einbýlishús, par- og raðhús auk fjölbýlishúsa. Kortasjáin er uppfærð jafn óðum og breytingar verða á lóðaframboði.
Til þess að birta lausar lóðir á kortasjánni þarf að haka við „Lausar lóðir“ í valstikunni efsti til vinstri sé síðan skoðuð í farsíma, eða til hægri sé hún skoðuð í tölvu. Þegar smellt er á einstaka lóð opnast spjald með öllum upplýsingum um hana svo sem tegund, stærð, leyfilegt byggingarmagn, gatnagerðargjöld og skipulagsskilmála. Einnig er þar hægt að hlaða niður lóðablaði og senda fyrirspurn. Á spjaldinu er jafnframt hlekkur á umsókn um lóðina en allar umsóknir þurfa að berast í gegnum Mínar síður.