Eins og áður hefur komið fram tók breyting á lögum númer 103/2021 gildi um áramótin þar sem meginkrafan er að innheimta skuli vera sem næst raunkostnaði, eða sá borgar sem hendir. Skref í þá átt er að nú verður innheimt gjald fyrir klippikortin. Þau kosta 25.000 krónur og innifalið í þeim eru allt að 4m3 eða 640 kíló af úrgangi. Kortin eru afhent á skrifstofum Múlaþings.
Hvert klipp á klippikortinu er upp á 0,125 m3 af gjaldskyldum úrgangi eða 20 kíló. Á hverju korti eru 32 klipp.
Ef kort eru ekki meðferðis við komuna á móttökustaðina þarf að greiða fyrir losun á gjaldskyldum úrgangi samkvæmt gjaldskrá. Athugið að eldri kort gilda áfram. Mikilvægt er að úrgangur sem komið er með á móttökustöð sé flokkaður þar sem mikið af úrgangi er gjaldfrjáls en ef flokkuninni er ábótavant þarf að greiða fyrir allan úrganginn.