Stefnt er að útgáfu Bóndavörðunnar – jólablaði 25. nóvember næstkomandi.
Hér með er óskað eftir efni til birtingar hvort sem um ræðir auglýsingar, greinar eða myndir. Fólk er sérstaklega hvatt til að senda skemmtilegar sögur, smásögur og/eða frásagnir sem gaman væri að birta í blaðinu.
Fyrirtækjum og stofnunum er bent á að birta jóladagskrá, upplýsingar um viðburði á aðventunni, breytingar á opnunartíma og annað til upplýsinga fyrir lesendur.
Einnig hefur það viðgengist í gegnum árin að senda jólakveðjur í blaðið frá fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum.
Efni skal berast fyrir miðvikudaginn 9. nóvember, annað hvort í tölvupósti eða bréfleiðis að Skrifstofu Múlaþings Geysi, Bakka 1, 765 Djúpivogur.
Sími: 697-5853
Tölvupóstur: greta@lefever.is
Verð auglýsinga:
- Heilsíða, 1/1 - 15.000kr.
- Hálfsíða, ½ - 8.000kr.
- 1/3 síða - 5.000kr.
- ¼ síða - 3.000kr.
Efni þarf að berast í síðasta lagi 9. nóv 2022