Fara í efni

Hreinsunarátak í Múlaþingi

22.06.2023 Fréttir

Hreinsunarátak í dreifbýli er nú í fullum gangi en settir hafa verið upp gámar á völdum svæðum í nokkra daga fyrir hvert svæði. Býðst bændum að hreinsa til hjá sér og henda rusli í gámana sér að kostnaðarlausu. Tveir gámar verða á staðnum, grófur úrgangur og brotajárn en leyfilegt er að setja dekk með brotajárninu. Gerðar hafa verið litlar breytingar á dagskránni frá síðustu auglýsingu hjá Fellum og Jökuldal.

Núna standa gámar á Iðavöllum og við Jóku út föstudaginn 23. júní.

Eftirfarandi tímabil eru eftir af hreinsunarátakinu:

26. til 29. júní

Hjaltastaðaþinghá/Hróarstunga og Borgarfjörður – sveit

Hjaltastaðaþinghá/Hróarstunga – Lagarfossvirkjun
Borgarfjörður – Plan rétt hjá sorpsöfnunarstað

3. til 7. júlí

Seyðisfjörður – sveit og Eiðaþinghá

Seyðisfjörður – Túnin á móti Kúahaga (Fjörður)
Eiðaþinghá – Eiðaskóli

10. til 14. júlí

Jökuldalur/Jökulsárhlíð/Hróarstunga

Jökuldalur/Jökulsárhlíð/Hróarstunga – Brúarásskóli
Jökuldalur – Réttin í landi Arnórsstaði

17. til 21. júlí

Fell
Fell – Ormarsstaðarétt

Fyllist gámur með grófum úrgangi þarf að heyra í Íslenska Gámafélaginu í síma: 577-5757 og láta vita.
Fyllist gámur með brotajárni og dekkjum þarf að heyra í Herði hjá Hringrás í síma: 773-1029 og láta vita.

Hreinsunarátak í Múlaþingi
Getum við bætt efni þessarar síðu?