Fara í efni

Hætta á gróðureldum

15.06.2023 Fréttir

Þurrkatíð hefur verið á Austurlandi síðustu vikur og hitastig hátt. Hætta á gróðureldum hefur því aukist. Íbúar fjórðungsins og gestir eru hvattir til að fara með ítrustu varkárni með eld og annað það sem kveikt gæti neista á viðkvæmum svæðum.

Förum varlega með eld og kveikjum helst ekki eld á víðavangi. Best er að notast eingöngu við tilbúin eldstæði eða eldaskála sem víða er að finna á útivistarsvæðum í skógum landsins en ekki útbúa eldstæði á eigin spýtur í skóginum eða á öðrum gróðurríkum svæðum. Benda má á fróðleik um varnir gegn gróðureldum á vefnum gróðureldar.is. Einnig hefur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun útbúið efni sem hluta af eldvarnarverkefninu Eldklár. Við orlofshús og íbúðarhús á gróðurríkum svæðum er rétt að huga vel að því að hávaxinn gróður nái ekki alveg að húsum heldur sé nokkurra metra autt svæði í kring, góðar aðkomuleiðir fyrir slökkvibíla og búnaður til að bregðast við nýkviknuðum eldi svo sem eldklöppur, slökkvitæki, eldvarnarteppi, vatnsfötur og -slöngur.

Hætta á gróðureldum
Getum við bætt efni þessarar síðu?